is / en / dk

27. September 2019

Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, hefur skrifað undir samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga annars vegar milli Krílasels ungbarnaleikskóla og KÍ og hins vegar milli Waldorfleikskólanna og KÍ. 

Samkomulagið kveður m.a. á um eingreiðslu að upphæð 105.000 krónur sem greidd verður út 1. nóvember nk. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.
 

Tengt efni