is / en / dk

24. September 2019

Skólamálaþing KÍ verður haldið 3. október í tilefni Kennaradagsins. Ungir kennarar og framtíð kennarastarfsins er þema þingsins. 

Þingið fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, frá klukkan 15 til 17 fimmtudaginn 3. október. Fyrir málþingið eða frá kl. 14:30 verður boðið upp á léttar veitingar.

Á dagskrá Skólamálaþings þetta árið verða lykilfyrirlesarar þau Huginn Freyr Þorsteinsson, sem fjallar um framtíð kennarastarfsins og fjórðu iðnbyltinguna, og Auður Jónsdóttir rithöfundur. Fulltrúar skólastiganna munu stíga á stokk ásamt nemanda úr framhaldsskóla. 

Aðgangur að Skólamálaþingi er ókeypis en gestir eru beðnir um að skrá sig hér.

Streymt verður frá þinginu á vef Netsamfélagsins

Dagskrá

 • 15:00 – 15:10 Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
 • 15:10 – 15:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
 • 15:20 – 15:40 Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur, Framtíð kennarastarfsins og fjórða iðnbyltingin
 • 15:40 – 15:50 Sólveig María Árnadóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
 • 15:50 – 16:00 Júlíana Tyrfingsdóttir, leikskólastjóri
 • 16:00 – 16:10 Hákon Sæberg, grunnskólakennari
 • 16:10 – 16:20 Hildur María Arnalds, nemandi í Kvennaskólanum, Raddir nemenda
 • 16:20 – 16:30 Jóhann Ingi Benediktsson, tónlistarskólakennari
 • 16:30 – 16:45 Auður Jónsdóttir rithöfundur, Kennarar sem kenndu mér drauma
 • 16:45 – 16:55 Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ
   

ALÞJÓÐADAGUR KENNARA

Skólamálaþing er haldið í tengslum við Alþjóðadag kennara, Kennaradaginn, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október. Kennaradaginn ber upp á laugardag þetta árið. 

Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Myllumerkið er #kennaradagurinn2019.

 

Myndir frá Skólamálaþingi 2018

Tengt efni