is / en / dk

18. September 2019

 

Smásagnakeppni KÍ er í fullum gangi og smásögur farnar að berast hvaðanæva af landinu. Lokafrestur til að skila inn sögu er 20. september. 

Við hvetjum kennara til að hvetja nemendur til þátttöku. 

Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október.

Þátttaka í keppninni hefur frá upphafi verið góð í flestum aldursflokkum og ljóst að börn og ungmenni búa yfir áhuga á skáldskap. Við hvetjum kennara á öllum skólastigum til að láta nemendur vita af keppninni og jafnvel má nýta hana í skólastarfinu. 

Keppt er í fimm flokkum: 

 • leikskólinn
 • grunnskólinn 1. – 4. bekkur
 • grunnskólinn 5. – 7. bekkur
 • grunnskólinn 8. – 10. bekkur
 • framhaldsskólinn

Þema keppninnar er sem fyrr tengt skólanum en smásagnahöfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í efnistökum. Gætt verður fyllstu nafnleyndar á meðan dómnefnd fer yfir sögurnar. Verðlaunasögurnar verða birtar í prentútgáfu Skólavörðunnar sem kemur út í byrjun vetrar. Verðlaunaathöfn og sjálf verðlaunin verða  kynnt síðar. 

Skilafrestur er til miðnættis 20. september og ber að skila handritum á netfangið smasaga@ki.is


Dómnefnd skipa Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónson, fyrrverandi kennari í íslenskum bókmenntum við Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla. 

 

Eftirfarandi þarf að hafa í huga: 

 • Sagan má ekki hafa birst opinberlega og ekki vera lengri en 3.000 orð. 
 • Skila á sögum sem viðhengi í textaformati, til dæmis word-útgáfu (ekki pdf). 
 • Sagan á að vera á íslensku
 • Sagan þarf að bera titil 

Upplýsingar um höfund:

 • Nafn
 • Bekkur
 • Skóli
 • Tengiliður
 • Heimilisfang og sími 

Athugið: Ef kennarar senda margar sögur fyrir hönd nemenda sinna þá er æskilegt að senda hverja sögu í sér tölvupósti. 


Fréttir af keppninni frá fyrri árum:

Framúrskarandi smásagnahöfundar verðlaunaðir (5. október 2018)

Smásagnahöfundar verðlaunaðir á Alþjóðadegi kennara (5. október 2017)

KÍ verðlaunar smásagnahöfunda á Alþjóðadegi kennara (5. október 2016)

Úrslit í smásagnasamkeppninni gerð kunn (5. október 2015)

 

Verðlaunahafar frá upphafi

2018

 • Jón Halldór Stefánsson, leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd, fyrir söguna Vélmennin
 • Katla Bríet Líndal Benediktsdóttir, 2. bekk Grunnskóla Þórshafnar, fyrir söguna Vandræðalegi skóladagurinn
 • Margrét Þrastardóttir, 7. bekk Vatnsendaskóla, yrir söguna Dúfurnar
 • Rakel Björk Heimisdóttir, 8. bekk Víðistaðaskóla, fyrir söguna Tveir skrýtnir skóladagar
 • Guðrún Elena Magnúsdóttir, Menntaskólanum við Hamahlíð, fyrir söguna Skólinn hefur drepið mig. Ég hef verið myrt af minni eigin menntun

  

2017

 • Börn í leikskólanum Skýjaborg (árgangur 2012) í Hvalfjarðarsveit fyrir söguna Kennarinn með blað í fanginu
 • Kjartan Kurt Gunnarsson, 1. bekk Grunnskóla Þórshafnar, fyrir söguna Ofurkennari minn
 • Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, 5. bekk Hraunvallaskóla, fyrir söguna Barnalegi kennarinn
 • Elísa Sverrisdóttir, 10. bekk Foldaskóla, fyrir söguna Hringrás
 • Dagný Ásgeirsdóttir, nemi í Menntaskólanum Tröllaskaga, fyrir söguna Kennarinn

 

2016

 • Börnin í Hulduheimum í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi fyrir söguna Mannasaga
 • Guðlaugur Heiðar Davíðsson, nemandi í 4. bekk Hamraskóla í Reykjavík, fyrir söguna Kennarabófi
 • Eyþór Ingi Brynjarsson, nemandi í 6.–EÓS í Holtaskóla í Reykjanesbæ fyrir söguna Nýi kennarinn í Litlahól
 • Guðný Salvör Hannesdóttir, nemandi í 8. bekk Laugalandsskóla í Holtum, fyrir söguna Áhugaverður álfakennari
 • Bryndís Bolladóttir, nemandi í Borgarholtsskóla, fyrir söguna Hún kenndi mér allt sem ég kann – sigursaga þyrnidansara í þunglyndi

 

2015

 • Kjartan Kurt Gunnarsson, nemandi í leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn, fyrir söguna Kennari minn
 • Ásdís Einarsdóttir, nemandi í Öxarfjarðarskóla, fyrir söguna Kennaradraugarnir
 • Marta Ellertsdóttir, nemandi í Garðaskóla, fyrir söguna Emelía og kennarinn
 • Dagný Gréta Hermannsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, fyrir söguna Bananabrauð

 

 

 

 

 


 

 

 

 

Tengt efni