is / en / dk

17. September 2019

Formannskjör í Félagi framhaldsskólakennara (FF) hófst klukkan 12:00 í dag. 

Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til klukkan 14:00 mánudaginn 23. september næstkomandi. 

Tveir eru í framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara: 

  • Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður Félags framhaldsskólakennara og framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri. 
  • Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. 

Kjörtímabil formanns verður frá næstu mánaðamótum til næsta reglulega aðalfundar Félags framhaldsskólakennara árið 2022. 

Kynnið ykkur frambjóðendur hér. 

 

Um atkvæðagreiðsluna

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni.

Þegar komið er inn á Mínar síður er tengill á atkvæðagreiðsluna – Kosning til formanns FF 2019. Merktu við þann frambjóðanda sem þú vilt kjósa sem formann FF.
Smelltu að lokum á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið.
Ef þú vilt fresta því að greiða atkvæði skaltu smella á: Hætta við kosningu.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru veittar á skrifstofu KÍ en starfsmaður kjörstjórnar er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, netfang: fjola@ki.is sími: 595 1111.

 

Tengt efni