is / en / dk

27. Ágúst 2019

Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga koma saman til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara síðdegis á morgun, miðvikudag. Endurskoðun viðræðuáætlunar er meðal þess sem rætt verður á fundinum. 

Viðræðunefnd KÍ, sem er skipuð formönnum Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélags Íslands, formanni KÍ og hagfræðingi KÍ hefur nýtt sumarið vel til að undirbúa komandi kjaraviðræður; unnið hefur verið að sameiginlegum hagsmunamálum félaganna sem og að sértækum málum aðildarfélaganna. 

Fram undan eru fundir viðræðunefnda og samninganefnda aðildarfélaganna þar sem til umræðu verða sameiginleg hagsmunamál; svo sem launaþróun og réttindamál. 

 

 

 
 

Tengt efni