is / en / dk

22. Ágúst 2019

Félag grunnskólakennara gefur nú annað árið í röð út Handbók grunnskólakennara. Verið er að pakka handbókinni og senda út samkvæmt þeim pöntunum sem hafa borist. Þeir sem ekki hafa pantað eintak geta haft samband við trúnaðarmann í viðkomandi skóla og fá þá bókina senda.

„Handbókin gagnast okkar félagsmönnum vel og ljóst að þörfin er töluverð. Þetta er skemmtilegt verkefni sem við viljum halda á lofti enda auðveldar handbókin kennurum að skipuleggja skólaárið og halda utan um verkefnin. Nú erum við á fullu að koma út 2.500 bókum í skólana,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður FG, sem var á fullu að pakka handbókinni í Kennarahúsinu í dag.

Uppfært 26. ágúst 2019: Þar sem eftirspurn eftir Handbók grunnskólakennara er töluvert meiri en í fyrra er upplagið á þrotum. Búið er að panta viðbótareintök og tekur um tvær vikur að fá bókina úr prentun. Þeir sem sent hafa inn pöntun munu fá bækur. 

Listi yfir trúnaðarmenn.
 

Tengt efni