is / en / dk

13. Ágúst 2019

Fagfélög listgreinakennara, Kennarasamband Íslands og Faghópur um skapandi leikskólastarf kynna málþing með nýdoktorum í listkennslu á Kjarvalsstöðum.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15:00 – 17:00.

Þrír nýbakaðir doktorar á sviði listkennslu kynna rannsóknir sínar og erindi þeirra við samfélagið. Það er mikill fengur fyrir menntakerfið að nú hafi þrjár öflugar konur bæst í þann fámenna hóp sem útskrifast hefur með doktorspróf í listkennslu. Rannsóknir á þessu sviði eru undirstaða þróunar listgreina í skólakerfinu og eru öflugasta leiðin til að hafa áhrif á áherslur stjórnvalda í menntamálum. Með niðurstöðum rannsókna er sýnt fram á áhrif listgreina og mikilvægi þeirra.

Fyrirlesarar:

  • Ásthildur Jónsdóttir, myndlist
  • Kristín Valsdóttir, tónlist
  • Rannveig Þorkelsdóttir, leiklist
  • Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir heimspekingur mun taka saman niðurstöður málþingsins og stýra umræðum.

Að loknum fyrirlestrum og umræðum verður boðið upp á léttar veitingar.

Tengt efni