is / en / dk

28. Maí 2019

Félag grunnskólakennara (FG), Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélag Íslands (SÍ) hafa gert samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga.

Formenn aðildarfélaganna fimm ásamt Ragnari Þór Péturssyni, formanni KÍ, skrifuðu undir samkomulagið í húsakynnum Sambandsins fyrr í dag. 

Samkomulagið felur meðal annars í sér að aðilar komi saman til fundar í júní, kynni skipan samninganefnda og leggi fram helstu markmið og áherslur í komandi kjaraviðræðum. Ráðgert er að haga samningaviðræðum þannig að umræður um sameiginleg mál aðildarfélaga KÍ verði rædd milli samninganefndar Sambandsins (SNS) og samninganefndar KÍ en viðræður um sértæk mál félaganna fara fram milli SNS og samninganefnda viðkomandi félaga. 

Viðræðuáætlunin verður endurskoðuð 15. ágúst næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 

Kjarasamningar FT, FG og FL verða lausir 30. júní nk. og samningar SÍ og FSL 31. júlí nk. 

 

 

Tengt efni