is / en / dk

05. október 2018

Verðlaun í Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla voru veitt við hátíðlega athöfn í Hannesarholti fyrr í dag. 

Þetta er í fjórða skipti sem efnt til keppninnan en tilefnið er, sem fyrr, Alþjóðadagur kennara sem er í dag 5. október. Þátttakan þetta árið fór fram úr björtustu vonum og bárust vel á þriðja hundrað sögur frá nemendum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Keppnisflokkarnir voru fimm og skiptust svona; leikskólinn, grunnskólinn 1. til 4. bekkur, grunnskólinn 5. til 7. bekkur, grunnskólinn 8. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal og vandaða lestölvu. 

Dómnefnd skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, og Bryndís Jónsdóttir, frá Heimili og skóla. Kristín sagði í ávarpi sínu að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af æsku landsins á meðan krakkar skrifuðu svona góðar sögur. Erfitt hafi verið að velja úr þeim ríflega 200 sögum sem bárust í keppnina. Verðlaunasmásögurnar verða birtar í Skólavörðunni sem kemur út í næsta mánuði. 


Sigurvegarar eru þessir:

Leikskólinn

  • Jón Halldór Stefánsson, leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd, fyrir söguna Vélmennin


Grunnskólinn 1. til 4. bekkur

  • Katla Bríet Líndal Benediktsdóttir, 2. bekk Grunnskóla Þórshafnar, fyrir söguna Vandræðalegi skóladagurinn


Grunnskólinn 5. til 7. bekkur

  • Margrét Þrastardóttir, 7. bekk Vatnsendaskóla, yrir söguna Dúfurnar


Grunnskólinn 8. til 10. bekkur

  • Rakel Björk Heimisdóttir, 8. bekk Víðistaðaskóla, fyrir söguna Tveir skrýtnir skóladagar


Framhaldsskólinn

  • Guðrún Elena Magnúsdóttir, Menntaskólanum við Hamahlíð, fyrir söguna Skólinn hefur drepið mig. Ég hef verið myrt af minni eigin menntun. 

 

Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli þakkar öllum þeim sem sendu smásögur til keppninnar kærlega fyrir. 

 

MYNDIR FRÁ VERÐLAUNAATHÖFNINNI Á FACEBOOK

Tengt efni