
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila smásögu í Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla til klukkan 18 á sunnudag (23. september). Er þetta gert vegna fjölda áskorana.
Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka hefur farið fram úr vonum síðustu þrjú ár og ljóst að áhugi á skáldskap er til staðar í skólum landsins.
Keppt er í fimm flokkum:
Þema keppninnar hefur undanfarin ár verið kennarinn en í ár ætlum við að víkka þemað út. Við leggjum til að skólinn (eða skóladagurinn minn) verði þema keppninnar en að sjálfsögðu hafa þátttakendur afar frjáls efnistök.
Dómnefnd skipa Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, lektor við Menntavísindasvið HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða veitt við hátíðlega athöfn á Alþjóðadegi kennara 5. október. Verðlaunahafar fá vandaða lestölvu frá Kobo sem les allar gerðir rafbóka.
Handritum skal skila á netfangið smasaga@ki.is.
Eftirfarandi þarf að hafa í huga:
Upplýsingar um höfund:
Gætt verður fyllstu nafnleyndar á meðan dómnefnd fer yfir sögurnar. Verðlaunasögurnar verða birtar í prentútgáfu Skólavörðunnar sem kemur út í nóvember.
Smásagnasamkeppnin er samvinnuverkefni Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla.