is / en / dk

17. September 2018

Tólf verkefni sem hafa á einn eða annan hátt, hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun, fengu viðurkenningu skóla- og frístundaráðs árið 2018. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að auka hagnýtingu rannsókna í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi í Reykjavík, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi og hvetja meistaranema til að gera borgina að vettvangi rannsókna, náms og starfs.

Á listanum má m.a. sjá verkefni um nám og kennslu um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara, faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum, tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi, stærðfræðikennslu í fjölmenningarbekk og margt fleira. 

Listi yfir meistaraverkefni sem hlutu verðlaun.

Tengt efni