is / en / dk

13. September 2018

Þingsályktun um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi verður lög fyrir Alþingi í haust. Í tillögunni eru aðgerðir í 22 liðum íslenskunni til stuðnings og er markmiðið m.a. að efla íslenskukennslu og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins. 

Ráðherra leggur einnig áherslu á íslensku í stafrænum heimi sem kemur inn á tungumálið, tölvur og tækniþróun. Unnið verður eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 en í henni felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til að brúa bil milli talmáls og búnaðar. 

Nánar um áherslur til að styrkja og efla íslenskt mál.


 

Tengt efni