is / en / dk

10. September 2018

Stjórn Vísindasjóðs FL/FSL vekur athygli á því að umsóknum um þróunarstyrki (C-deild) þarf að skila í gegnum Mínar síður á vef Kennarasambandsins í síðasta lagi næstkomandi laugardag, 15. september 2018. 

Þróunarstyrkir eru veittir til:

  • Þróunar- og rannsóknarstarfa. Styrktur er útlagður kostnaður styrkþega, þó ekki skólagjöld né launakostnaður umsækjanda.
  • Einstakra félagsmanna eða hópa félagsmanna, faghópa og nefnda innan FL og FSL til að halda námskeið og ráðstefnur fyrir félagsmenn. Skólar eða launagreiðendur eiga ekki rétt á þessum styrk.

Kynntu þér reglur sjóðsins hér. 

Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins, Elísabet Anna Vignir, í tölvupósti: elisabet@ki.is eða í síma 595 1111.


 

Tengt efni