is / en / dk

28. Ágúst 2018

Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor í þroska- og sálmálvísindum við Háskóla Íslands lætur af störfum nú eftir fjörutíu ára farsælan starfsferil sem kennari og fræðimaður. Rannsóknir Hrafnhildar hafa að mestu snúist um málþroska barna, þróun málnotkunar og textagerðar frá frumbernsku til fullorðinsára og tengsl málþroska og málnotkunar við aðra þroskaþætti, einkum vit- og félagsþroska og við lesskilning og ritun.

Framlag Hrafnhildar til rannsókna og kennslu er ómetanlegt og stofnaði hún m.a. Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Á dögunum var haldin ráðstefna henni til heiðurs og voru þátttakendur á þriðja hundrað. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sat ráðstefnuna og gerði grein fyrir henni í pistli á vef Skólavörðunnar.

 


 

Tengt efni