is / en / dk

16. Ágúst 2018

Framkvæmdir hafa staðið yfir í tveimur orlofshúsabyggðum Kennarasambandsins, í Ásabyggð á Flúðum og í Kjarnaskógi við Akureyri, frá því síðastliðinn vetur.

Í Ásabyggð er Orlofssjóður að endurnýja þrjú hús eða nr. 41, 42 og 43 en sjötta þing KÍ samþykkti ályktun þess efnis. Eldri húsin voru fjarlægð í janúar sl. og er nú vinna við ytri frágang nýju húsanna í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að þau verði tilbúin til útleigu fyrir félagsmenn í lok árs. Nýju húsin verða sambærileg húsum nr. 32, 33 og 34 í Ásabyggð.

Vorið 2019 eru fyrirhugaðar frekari framkvæmdir á Sóleyjargötu 25, en þá þarf að skipta um þak á húsinu. Ljóst er að loka þarf húsinu um tíma en óneitanlega verður eitthvað ónæði á meðan á framkvæmdum stendur.

Í Kjarnabyggð var nokkur truflun í sumar þar sem stéttarfélag á höfuðborgarsvæðinu var að endurbyggja frá grunni nýtt hús á svæðinu en Orlofssjóður KÍ á þar nærliggjandi eignir. Skemmst er frá því að segja að verkið er á lokametrunum.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að sýna þessum tímabundnu framkvæmdum skilning en óhjákvæmilega verða gestir orlofshúsa fyrir einhverju ónæði.


 

Tengt efni