is / en / dk

14. Ágúst 2018

Stjórn Félags grunnskólakennara ákvað á fundi sínum í gær að hefja útgáfu kennarahandbókar fyrir skólaárið 2018-2019. Ákvörðun stjórnar er í samræmi við ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fór í Borgarnesi í maí síðastliðnum. Handbókin er einungis ætluð félagsmönnum FG.

Vinna við handbókina er hafin og verða nánari upplýsingar um útgáfudag birtar um leið og þær liggja fyrir.  

Vert er að minna á að Kennarasamband Íslands hefur hætt útgáfu handbókar kennara fyrir félagsmenn en ákvörðun þess efnis var tekin á 7. þingi KÍ í apríl á þessu ári. 

Tengt efni