is / en / dk

10. Ágúst 2018

Fræðslu- og kynningarsjóður FG tekur við umsóknum í gegnum Mínar síður á vef KÍ. Umsóknarfrestur um styrki er til 1. mars og 1. september ár hvert og eru styrkir veittir í kjölfarið; annars vegar í apríl og hins vegar í október. 

Fræðslu- og kynningarsjóður FG var settur á laggirnar árið 2018 og eru grunnmarkmið sjóðsins þessi:

  • A - Styrkja menntunarátak starfandi félagsmanna FG með leyfisbréf til grunnskólakennslu til að afla sér fyrstu meistaragráðu.
  • B - Útgáfu á fræðslu- og kynningarefni um nýja strauma og stefnur í málefnum kennara og efni sem ætlað er að styrkja kennara í starfi.
  • C - Styrkja rannsóknir, ritgerðasmíði eða útgáfu á efni sem styrkir og bætir starf og starfsaðstæður kennara, auk þess að hafa jákvæð áhrif á kennarastarfið. Auglýsa skal eftir styrkþegum og verkefnum.
  • D - Styrkja og efla starf trúnaðarmanna.
  • E - Styrkja almennt fræðslu- og kynningarstarf félagsins og svæðafélaga þess. 


Nánari upplýsingar um sjóðinn. 

Mínar síður. 

 

 

Tengt efni