is / en / dk

10. Ágúst 2018

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Fundaröð í tengslum við þá vinnu hefst í byrjun september og verða alls 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. 

Kennarasamband Íslands hefur unnið að endurmati og þróun á stefnu sem kennd er við menntun fyrir alla ásamt mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, ráðuneyti félags- og jafnréttismála og heilbrigðismála, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélagi Íslands, Heimili og skóla og Háskóla Íslands fyrir hönd kennaramenntastofnana.

Í frétt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis má finna nánari upplýsingar og fundayfirlit.

 

 

 

 

Tengt efni