is / en / dk

07. Ágúst 2018

Regnbogafáninn blaktir við Kennarahúsið og mun gera á meðan Hinsegin dagar standa yfir. Hinsegin dagar, sem standa frá 7. til 12. ágúst, hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík frá árinu 1999. 

Hápunktur Hinsegin daga er sem fyrr Gleðigangan sem fer fram á laugardag, 11. ágúst. Í Gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt ættingum, vinum og þjóðinni allri til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði. Gangan hefst klukkan 14 og verður gengið frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu, eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Að göngu lokinni verða útitónleikar í Hljómskálagarðinum. 

Regnbogafáninn hefur um árabil verið tákn baráttu hinsegin fólks um heim allan. Það var San Francisco-búinn Gilbert Baker sem hannaði og saumaði fyrsta regnbogafánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Friðarhreyfingar hafa einnig notað fánann í baráttu sinni og segir Baker fánann eign allra þeirra sem berjast fyrir mannréttindum.

Loksins er lag Hinsegin daga 2018. Lagið er flutt af Andreu Gylfadóttur og Hinsegin kórnum en höfundur lags og texta er Helga Margrét Marzellíusardóttir, stjórnandi Hinsegin kórsins.

Vefsíða Hinsegindaga.

 

Tengt efni