is / en / dk

21. Júlí 2018

Samstarfsnefnd Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa gert samkomulag um breytingar á gildandi kjarasamningi. 

Helstu breytingar eru þessar:

  • Kjarasamningur aðila frá 1. júní 2015 framlengist og gildir hann til 31. júlí 2019.
  • Aðilar eru sammála um að gera eftirfarandi breytingar á launatöflu A-4 sem gildir til og með 31. júlí 2019 eða út gildistíma kjarasamnings: Frá 1. júní 2018 hækka launatöflur leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra um 4,5% í stað 2,8% hækkunar sem samið var um með vísan í fundargerð 11. fundar samstarfsnefndar SNS og FSL frá 17. mars 2017.
  • Við launasetningu leikskólastjóra og aðstoðarskólastjóra skulu grunnlaun vera að lágmarki 3% hærri en mánaðarlaun sem hann ella fengi sem deildarstjóri í lfl. 235 skv. ákvæðum í kjarasamningi Félags leikskólakennara sem gildir frá 1. júní 2015 til 30. júní 2019. Um er að ræða tímabundna ákvörðun sem gildir frá 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019.

Sjá nýja launatöflu og fundargerð samstarfsnefndar hér.
 

Tengt efni