is / en / dk

04. Júlí 2018

Samninganefnd Félags leikskólakennara og samninganefnd sveitarfélaganna hafa komist að samkomulagi um breytingar á kjarasamingi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga – í samræmi við Bókun 1 frá 2015. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að launatöflur hækka og samningstími gildandi kjarasamnings lengist um þrjá mánuði. 

Helstu breytingar eru þessar: 

  • Launatöflur leikskólakennara og þeirra sem hafa aðra háskólamenntun en leikskólafræði hækka um u.þ.b 1.1% frá 1. júní 2018.
  • Nýr menntunarkafli vegna framhaldsmenntunar tekur í gildi hjá þeim sem taka laun samkvæmt launatöflu A þann 1. ágúst 2018. Sá kafli gefur 2% launahækkun fyrir hverjar 30 ECTS einingar umfram B.ed próf, að hámarki 16%. Til glöggvunar þýðir þetta til dæmis að mat á 120 ECTS eininga meistaranámi fer úr u.þ.b 5.4% í 8% launahækkun.
  • Einn launaflokkur bætist við hjá þeim leikskólakennurum sem hafa 20 ára kennslureynslu eða meira.
  • Samningstíminn breytist úr 31. mars 2019 í 30. júní 2019.
  • Eingreiðsla upp 46.200 kr. er áfram inni og verður greidd út þann 01.02.2019. 

Uppfærðar launatöflur eru hér. 

Tengt efni