is / en / dk

19. Júní 2018

Stjórn Skólastjórafélags Íslands ályktaði á dögunum um leyfisbréfamál kennara og var ályktunin send mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, í dag. Ályktunin er svohljóðandi:

Á fundi stjórnar Skólastjórafélags Íslands, sem haldinn var fimmtudaginn 14. júní 2018, var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn og framhaldsskóla nr. 87/2008, er í 21. grein laganna fjallað um heimild kennara með leyfisbréf á ákveðnu skólastigi til kennslu á aðliggjandi skólastigi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ljóst er að nú vantar töluvert að kennurum með leyfisbréf á grunnskólastigi til kennslu á komandi skólaári og líklega á næstu árum. Á sama tíma, vegna styttingar á námstíma framhaldsskóla, má telja líklegt að nú losni um kennara með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla. Ólíklegt verður að telja að þeir kennarar séu tilbúnir til að ráða sig til kennslu í grunnskóla á kjörum leiðbeinenda, enda hafa þeir jafnvel bæði réttindi til kennslu og reynslu af kennslu.

Vegna ofangreinds, skorar stjórn Skólastjórafélags Íslands, á ráðherra mennta- og menningarmála, að útfæra nú þegar heimildina í 21. grein áðurnendra laga um heimild kennara til kennslu þvert á skólastig.

 

Tengt efni