is / en / dk

13. Júní 2018

Kosningar í trúnaðarstörf KÍ á vegum Félags leikskólakennara hefjast föstudaginn 15. júní klukkan 12:00 og standa til 22. júní klukkan 12:00.

Eftirtaldir eru í framboði og neðar í fréttinni má finna kynningar frambjóðenda:

Vísindasjóður FL og FSL

 • Anna Kristmundsdóttir
 • Helena Helgadóttir
 • Sigurbaldur P. Frímannsson
 • Sophia Luise Kistenmacher
 • Þórdís Árný Örnólfsdóttir

Sjúkrasjóður

 • Þórdís Árný Örnólfsdóttir
 • Þórunn Óskarsdóttir

Orlofssjóður

 • Guðlaug Ásgeirsdóttir
 • Íris Guðrún Sigurðardóttir
 • Þórdís Árný Örnólfsdóttir
 • Þórunn Óskarsdóttir

Vinnudeilusjóður

 • Sverrir J. Dalsgaard

Framboðsnefnd

 • Engin framboð bárust

Jafnréttisnefnd

 • Anna Björk Marteinsdóttir
 • Helena Helgadóttir
 • Ingibjörg B Grétarsdóttir
 • Laufey Heimisdóttir
 • Sólveig Gunnarsdóttir
 • Þórdís Árný Örnólfsdóttir

Kjörstjórn

 • Lóa Björk Hallsdóttir

Siðaráð

 • Pálína Hildur Sigurðardóttir
 • Sólveig Gunnarsdóttir

Vinnuumhverfisnefnd

 • Anna Björk Marteinsdóttir
 • Sigdís Oddsdóttir

Útgáfuráð

 • Engin framboð bárust


Hér að neðan kynna frambjóðendur sig: 

Nafn: Anna Kristmundsdóttir.

Býður sig fram til: Stjórnar Vísindasjóðs FL og FSL.

Vinnustaður: Heilsuleikskólinn Holtakot á Álftanesi, deildarstjóri.

Hvers vegna býður þú þig fram? Ég hef ánægju af að starfa fyrir félagið mitt og hef gert svo að einhverju leiti frá því ég útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1990. Það er mikilvægt að láta sig varða sameiginleg verkefni okkar og gefa kosta á sér til margvíslegra starfa fyrir félagið okkar.

Annað sem þú vilt taka fram: Ég er sitjandi formaður Vísindasjóðs FL og FSL og vil gjarnan ljá sjóðnum krafta mína áfram næsta kjörtímabil. Okkur hefur tekist að auka framlög til félaga okkar undanfarið bæði hópstyrki og einstaklingssyrki, auk þess sem styrkir til doktorsnáms hafa verið teknir upp. Við höfum allar forsendur til að geta áfram gert vel við félagsmenn FL og FSL. Góðar stundir.

 

Nafn: Helena Helgadóttir

Býður sig fram til: setu í Jafnréttisnefnd og Vísindasjóði FL og FSL
Vinnustaður: Leikskólinn Bergheimar
Hvers vegna býður þú þig fram? Ég tel að nefndir og ráð innan kennarasambandsins eigi að vera skipuð fólki víðsvegar af landinu og innan kennarastéttarinnar. Eins hef ég mikinn áhuga á jafnréttismálum og tel mig geta lagt ýmislegt til í þeim málaflokki.

 

Nafn: Íris Guðrún Sigurðardóttir

Býður sig fram til: Setu í stjórn OKÍ (Orlofssjóð kennarsambandins)
Vinnustaður: Vallarsel Akranesi
Hvers vegna býður þú þig fram: Ég hef setið í stjór OKÍ síðustu 4 ár. Það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt en
samt krefjandi. Ég hef áhuga á orlofsmálum kennara og vil því halda áfram að starfa í þessari nefnd. Framundar er mikil uppbygging og það væri gaman að fá að klára þau mál. 

 

 

Nafn: Laufey Heimisdóttir

Býður sig fram til: setu í jafnréttisnefnd
Vinnustaður: Leikskólinn Óskaland
Laufey HeimisdóttirÉg hef mikinn og brennandi áhuga á jafnréttismálum, ég hef kynnt mér ótalmargt sem tengist jafnréttismenntun, ekki síst vegna míns náms. Ég tel að við kennarar getum verið miklir áhrifavaldar í jafnréttismenntun og að öll fræðsla, umræða og aukinn menntun í tengslum jafnrétti sé að hinu góða. Jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar en af þeim sökum því er afar brýnt að leggja áherslu á það og Kennarasamband Íslands á að vera fyrirmynd í þeim efnum.
Annað sem þú vilt taka fram: Ég hef nýlokið mastersprófi í Uppeldis og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntunarstofnana og fjallaði lokaverkefni mitt um jafnréttismenntun í leikskólum.

 

Nafn: Pálína Hildur Sigurðardóttir

Býður sig fram til: setu í Siðaráði KÍ
Vinnustaður: Leikskólinn Ársalir
Hvers vegna býður þú þig fram? Mér finnst mikilvægt að taka þátt í starfi fyrir félagið mitt. Þegar óskað var eftir fulltrúa FL í Siðaráð fann ég að það var eitthvað sem höfðaði til mín, það er starf sem mig langar að taka þátt í og hafa áhrif á. Þess vegna býð ég mig fram.

 

Nafn: Sigurbaldur P. Frímannsson

Býður sig fram til: Vísindasjóð
Vinnustaður: Leikskólinn Laugasól
Hvers vegna býður þú þig fram? Ég býð mig fram þar sem ég er mjög þakklátur þeim fjárhagslega stuðning sem ég hlaut þegar ég var í meistaranámi mínu í menntunarfræðum leikskóla. Mig langar að sýna það þakklæti m.a. með því að sinna störfum fyrir vísindasjóð og veita öðrum þann styrk sem ég fékk svo myndarlega námsárin mín.
Annað sem þú vilt taka fram: Ég styð öll góð framboð og vona að allir frambjóðendur fái gott brautargengi.


 

Ég heiti Sophia Luise Kistenmacher (kt: 160292-3189) og ég býð mig fram til Vísindasjóðs FL og FSL. Síðan í ágúst 2017 hef ég unnið á leikskólanum Hálsaskógi í Reykjavík.
Mér finnst mikilvægt að taka þátt og bera ábyrgð á starfsumhverfi mínu og vil þess vegna kynnast starfi KÍ betur í gegnum þátttöku í nefnd.
Ég er nýbúin að klára meistaranám í menntunarfræði við HÍ og hef upplifað í eigin starfi og hjá öðrum í námi hversu mikilvægt það er að starfsfólk endurmennti sig og fái ferskan innblástur. Ég er þakklát fyrir styrk sem ég hef fengið frá FL og vil hjálpa öðrum að þróast í starfinu með stuðning stéttarfélagsins.
Ég hef reynslu af stúdentastjórnmálum og af starfsskipulagi ungmannafélags. Ég er skipulögð, vinnusöm og áreiðanleg.

 

Ég heiti Sólveig Gunnarsdóttir og er 58 ára leikskólakennari. Ég starfa á leikskólanum Álftaborg við sérkennslu en hef áður verið starfandi Leikskólastjóri í 14 ár og deildarstjóri í 14. ár. Ég útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1985
Ég býð mig fram í Jafnréttisnefnd KÍ og Siðaráð KÍ ég hef mikinn áhuga á þessum málum og tel að reynsla mín og þekking geta nýst til þessara málefna.
 

 

Nafn: Þórunn Óskarsdóttir

Býður sig fram til: Orlofssjóð
Vinnustaður: Leikskólinn Dalur
Hvers vegna býður þú þig fram? Hef áhuga á að leggja mitt af mörkum fyrir félagið
Annað sem þú vilt taka fram: Hef starfað áður fyrir FL sem varamaður og trúnaðarmaður og finnst skemmtilegt að sinna félagsstörfum
 


 

 

 

Tengt efni