is / en / dk

12. Júní 2018

Nokkrar breytingar urðu á skipan Félags stjórnenda í framhaldsskólum í stjórnir á vegum Kennarasambands Íslands á aðalfundi FS sem haldinn var á Bifröst 7. júní sl. Á fundinum lét Snjólaug E. Bjarnadóttir af formennsku í félaginu og Ægir Karl Ægisson tók við.

Stjórn FS veturinn 2018 - 2019:

  • Ægir Karl Ægisson (FS), formaður
  • Guðrún Randalín Lárusdóttir (TS)
  • Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir (MA)
  • Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir (VA)
  • Þorbjörn Rúnarsson (FLB)

Varamenn í stjórn:

  • Guðlaug Pálsdóttir (FS)
  • Snjólaug E. Bjarnadóttir (FG)

Engar breytingar eru á skipan fulltrúa í Vísindasjóð FF og FS.
Ekki tókst að finna fulltrúa í Útgáfustjórn, þar hættir Anna María Jónsdóttir (VMA). Stjórn félagsins var falið að finna fulltrúa FS í stjórninni.

Í stjórn Orlofssjóðs kemur Kristín Helga Ólafsdóttir (FG) inn sem varamaður í stað Drafnar Viðarsdóttur.
Ekki verða breytingar á aðalmanni í stjórn Sjúkrasjóðs, þar verður Leifur Ingi Vilmundarson (MS) áfram aðalmaður, en Berglind Halla Jónsdóttir (FB) kemur inn sem varamaður.

 

Félag stjórnenda í framhaldsskólum var stofnað 1999 og er eitt af sjö aðildarfélögum Kennarasambands Íslands. Félagsmenn eru um hundrað og rétt til að gerast félagar eru aðstoðarskólameistarar, konrektorar, staðgenglar skólameistara/rektors, áfangastjórar og aðrir þeir sem gegna að minnsta kosti hálfri stöðu sem stjórnendur í framhaldsskólum. 


 

Tengt efni