is / en / dk

06. Júní 2018

Framúrskarandi kennarar voru verðlaunaðir í dag, en þeir voru valdir í kjölfar tilnefninga frá almenningi. Menntavísindasvið Íslands stendur fyrir átakinu Hafðu áhrif sem vekur athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu. Hátt í eitt þúsund tilnefningar bárust og í kjölfarið fór valnefnd yfir þær ásamt umsögnum og valdi fjóra kennara úr hópnum.

Einnig fékk einn kennari hvatningarverðlaun sem ekki hafa verið veitt áður. Þau eru veitt til ungs kennara fyrir framsækin störf í þágu menntamála sem vakið hafa athygli á alþjóðavettvangi. Hvatningaverðlaunin hlaut Ingi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Kennararnir sem fengu verðlaun fyrir framúrskarandi störf eru:

  • Gísli Hólmar Jóhannesson, grunnskólakennari við Keili.
  • Sara Diljá Hjálmarsdóttir, grunnskólakennari við Höfðaskóla.
  • Sigríður Ása Bjarnadóttir, leikskólakennari á Teigaseli.
  • Valdimar Helgason, grunnskólakennari við Réttarholtsskóla.

Myndir frá athöfninni.

 

Tengt efni