is / en / dk

16. Maí 2018

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, færði Sesselju G. Sigurðardóttur kveðjugjöf, fyrir hönd FL, í hádeginu í dag.

Dagurinn í dag er síðasti vinnudagur Sesselju í Kennarahúsinu en hún mun starfa á aðalfundi Félags grunnskólakennara á morgun og föstudag. Það er vel við hæfi að Sesselja ljúki starfsferlinum á aðalfundi FG því hún hóf störf fyrir Félag grunnskólakennara og Kennarasambandið á aðalfundi FG árið 2002. Hún varð þá varaformaður FG og gegndi því embætti til ársins 2005 þegar hún hóf störf sem þjónustufulltrúi FG og FL. Því starfi hefur Sesselja gegnt þar til nú. 

Starfsfólk Kennarahúss sér að baki traustum og skemmtilegum vinnufélaga og óskar Sesselju alls hins besta í framtíðinni. 

Tengt efni