is / en / dk

16. Maí 2018

Aðalfundur Félags leikskólakennara var haldinn í Hveragerði 15. maí sl. Ný stjórn tók við félaginu í lok fundarins sem mun leiða starfið næstu fjögur ár. Ályktanir fundarins eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins en meðal þeirra helstu má nefna að fundurinn leggur áherslu á draga þurfi úr álagi og streitu í starfi leikskólakennara m.a. með styttingu vinnuvikunnar, auknum undirbúningstíma og auknu rými barna og kennara. Þess er krafist að betur verði hugað að velferð og líðan barna í leikskólum. Dvalartími barna í leikskólum hefur lengst töluvert síðustu ár og eru þau flest í 8 – 9 klst. dvöl. Skorað er á sveitarfélög að samræma starfs- og vinnutíma á milli skólastiga en skv. tölum frá OECD frá 2014 kemur í ljós að árlegur starfstími leikskólakennara á Íslandi er einn sá lengsti sem þekkist í heiminum. Samkvæmt lögum um grunnskóla eru börn 37 vikur á ári í grunnskóla en börn á leikskóla eru hins vegar 45 vikur. Einnig beinir fundurinn því til sveitarfélaga að nauðsynlegt er að gera laun leikskólakennara samkeppnisfær við laun annarra sérfræðinga á markaði ef takast á að auka nýliðun í stéttinni, en hlutfall leikskólakennara er um 32% í starfi þegar lög kveða á um 66,7% hlutfall.

Á fundinum fóru fram kosningar þar sem kosið var í framboðsnefnd, samninganefnd og skólamálanefnd. Sjálfkjörið var í kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga. Trúnaðarembætti á vegum FL skipa eftirtaldir:

Kjörstjórn:
Lóa Björk Hallsdóttir
Rebekka Jóhannesdóttir

Skoðunarmenn reikninga:
Anna Kristmundsdóttir
Linda Ósk Sigurðardóttir

Framboðsnefnd:
Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir
Hrefna Ingólfsdóttir
Kristjana Jóna Jóhannsdóttir
Margrét Inga Guðbjartsdóttir 1. varamaður

Samninganefnd:
Dýrleif Skjóldal
Helga Charlotte Reynisdóttir
Linda Ósk Sigurðardóttir
Magnea Magnúsdóttir
Ólöf Inga Guðbrandsdóttir
Jakobína Rut Hendriksdóttir, 1. varamaður

Skólamálanefnd:
Rósa Íris Ólafsdóttir
Anna Steinunn Þengilsdóttir
Anna Lydía Helgadóttir
Kristín María Ingvarsdóttir
Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, 1. varamaður
Helga Charlotte Reynisdóttir, 2. varamaður

 

Ályktanir fundarins.

 

 

Tengt efni