is / en / dk

16. Maí 2018

Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa á upplýsinga- og kynningarsviði KÍ. Dagný hefur formlega störf 1. júní næstkomandi. Dagný er íslenskufræðingur og hefur undanfarin ár starfað að markaðsmálum. 

Sigrún Birna Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf fulltrúa fastanefnda. Sigrún er framhaldsskólakennari og hefur starfað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá 1997. Sigrún Birna kemur til starfa 1. júní næstkomandi. 

Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur verið ráðin þjónustufulltrúi á félagasviði KÍ og tekur við starfi Sesselju G. Sigurðardóttur sem hefur starfað fyrir FG og FL. Guðbjörg hefur gegnt embætti varaformanns Félags grunnskólakennara frá árinu 2011 en lætur af því embætti á aðalfundi félagsins á föstudag. Guðbjörg hefur störf 1. ágúst næstkomandi. 

 

 

Tengt efni