is / en / dk

15. Maí 2018

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FT 9. maí síðastliðinn. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna FT.

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hefst klukkan 12:00 miðvikudaginn 23. maí og lýkur klukkan 12:00 mánudaginn 28. maí. 

Kjarasamningur FT og SNS

Launareiknivél

Kynningarfundir um nýjan kjarasamning verða sem hér segir: 

MIÐVIKUDAGINN 16. MAÍ

  • Hömrum í Hofi á Akureyri, kl. 9:00-10:00

FIMMTUDAGINN 17. MAÍ

  • Tónlistarskóla Stykkishólms, Skólastíg 11, kl. 9:30-10:30
  • Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 23, kl. 12:00-13:00

FÖSTUDAGINN 18. MAÍ

  • Tónlistarskóla Árnesinga, Eyrarvegi 9 Selfossi, kl. 9:00-10:00
  • Grand Hótel Reykjavík, Setrinu, kl. 12:00-13:00

ÞRIÐJUDAGINN 22. MAÍ

  • Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, Tjarnarlöndum 11, kl. 15:00-16:00

MIÐVIKUDAGINN 23. MAÍ

  • Hljómahöll - Berg, Hjallavegi 2 Reykjanesbæ, kl. 9:30-10:30
  • Fjarfundur - Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu, Hornafirði, kl. 13:00-14:00

FIMMTUDAGINN 24. MAÍ

  • Fjarfundur – Tónlistarskóli Vestmannaeyja, kl. 10:00-11:00
  • Fjarfundur - Tónlistarskóla Ísafjarðar, kl. 12:00-13:00

Kynningarfundirnir standa öllum opnir. Kynningarefni verður sent félagsmönnum síðar í dag. Ef óskað er eftir kynningum á fleiri stöðum þá endilega hafið samband við skrifstofu FT: sigrun@ki.is.  
  

Tengt efni