is / en / dk

09. Maí 2018

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum skrifaði undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga í kvöld, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn gildir út mars 2019.

Fundur hafði staðið yfir frá því fyrir hádegi í dag, en þetta var níundi fundur samningsaðila í þessari samningalotu.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í næstu viku og verður skipulag fundanna kynnt á næstu dögum. Í framhaldinu fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um samninginn, en niðurstaða þarf að liggja fyrir þann 28. maí nk.

Samninganefnd félagsins er ánægð með framvindu þeirrar vinnu samningsaðila sem staðið hefur yfir síðastliðið ár. Það er mat samninganefndarinnar að vinnan hafi skilað í senn faglegri, skilvirkari og ánægjulegri vinnu við samningaborðið.

Sigrún Grendal, formaður samninganefndar FT, þakkar fulltrúum í samninganefnd, þeim Guðbjörgu Sigurjónsdóttur, Guðlaugi Viktorssyni, Ingunni Ósk Sturludóttur, Kristínu Kristjánsdóttur, Vilberg Viggóssyni, Þórarni Stefánssyni, Örlygi Benediktssyni og Oddi S. Jakobssyni, hagfræðingi KÍ, fyrir góða vinnu og samstöðu.

 

 

Tengt efni