is / en / dk

08. Maí 2018

Gátlistar til að meta vinnuumhverfi verða sendir í tölvupósti til allra félagsmanna í KÍ. Gott starfsumhverfi og heilsusamlegar og öruggar vinnuaðstæður eru forsenda öflugs og ánægðs starfsfólks í skólum. Vinnuumhverfisnefnd KÍ vill auka vitund félagsmanna um mikilvægi vinnuumhverfisins og efla áhrif þeirra og þátttöku í stefnumótun og ákvörðunum um það. Þannig getur hver og einn bætt eigið starfsöryggi, ánægju og líðan í vinnu.

Vinnuumhverfisnefnd KÍ hefur útbúið áðurnefnda gátlista fyrir kennara til að auðvelda þeim að skoða og meta sitt nánasta starfsumhverfi. Útbúnir voru gátlistar fyrir hvert skólastig fyrir sig, leik- grunn- og framhaldsskóla. Auk þess eru sér gátlistar fyrir verkmenntakennslu, tónlistarkennslu og íþrótta- og sundkennslu.
 

Tengt efni