is / en / dk

07. Maí 2018

Alls höfðu 66 prósent félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum greitt atkvæði um nýjan kjarasamning klukkan 12 í dag. Í atkvæðaðgreiðslunni eru greidd atkvæði um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og fjármálaráðherra v/ríkissjóðs, sem skrifaði var undir 21. apríl síðastliðinn, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 

Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 14 í dag, mánudaginn 7. maí 2018. 
 

Um atkvæðagreiðsluna

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á vef Kennarasambandsins, www.ki.is. Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki
eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni.

  • Þegar komið er inn á Mínar síður birtist flipi sem heitir Kosningar.
  • Smellið á kosninguna sem heitir Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FF og FS 2018 og þá birtist atkvæðaseðillinn.
  • Veljið einn af eftirfarandi svarmöguleikum sem eru: Já, Nei, Skila auðu.
  • Smellið að lokum á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið.
  • Skiptir þú um skoðun, geturðu kosið aftur. Með því að kjósa aftur ógildist fyrri kosning. Hver kennitala skilar einungis síðasta greidda atkvæði. Ef þú vill fresta því að greiða atkvæði skaltu smella á: Hætta við kosningu.

Atkvæðaseðill birtist eingöngu hjá þeim sem eru á kjörskrá. Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki atkvæðaseðil á Mínum síðum skal viðkomandi hafa samband við starfsmann kjörstjórnar sem athugar málið. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru veittar á skrifstofu KÍ en starfsmaður kjörstjórnar er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, netfang: fjola@ki.is sími: 595 1111.

 

Tengt efni