is / en / dk

24. Apríl 2018

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum efna til fjögurra kynningarfunda á næstunni þar sem nýr kjarasamningur verður kynntur. Eins og kunnugt er var skrifað undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila síðastliðinn laugardag, 24. apríl. 

Nýi kjarasamningurinn gildir til skamms tíma eða út mars 2019. Launaliður samningsins er svipaður þeim sem stéttarfélög opinberra starfsmnna hafa skrifað undir síðustu mánuði. 


KYNNINGARFUNDIRNIR

 • Miðvikudaginn 25. apríl klukkan 16.30
  – Fjölbrautaskólanum í Ármúla. (Slóð á beina útsendingu verður send til félagsmanna í tölvupósti). 
   
 • Fimmtudaginn 26. apríl klukkan 16.30
  – Kynningarfundur fyrir fulltrúa á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara á Grand Hóteli Reykjavík. 
   
 • Laugardaginn 28. apríl klukkan 11.00
  – Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. 
   
 • Mánudaginn 30. apríl klukkan 16.30
  – Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

 

Félagsmenn eru hvattir til að sækja kynningarfundina. 

Tengt efni