is / en / dk

23. Apríl 2018

Löngu tímabært er að ráðast í aðgerðir til að auka framboð á vönduðum og fjölbreyttum náms- og kennslugögnum. Þetta kom fram á málþingi á vegum skólamálaráðs KÍ um stöðu námsefnis í skólum. Ályktað var að gerð yrði úttekt á þörfum nemenda og kennara fyrir vönduð náms- og kennslugögn. Könnunin skiptist í þrjá flokka, mat á stöðunni, úrbætur og stafrænt námsefni. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um viðhorf kennara í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum til þessara mála. 

Könnunin var send út til stjórna faggreinafélaga fyrr í mánuðinum og hefur nú frestur til að svara verið lengdur til og með 7. maí nk. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina eru formenn beðnir að hafa samband við Önnu Maríu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ eða Óskar H. Níelsson Menntamálastofnun.

Í ályktuninni kom einnig fram að náms- og kennslugögn eiga að vera nemendum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla og í tónlistarskólum til að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag og aðstæðum.
Ályktun fundarins.

 

Tengt efni