is / en / dk

18. Apríl 2018

Kennarasamband Íslands fordæmir þau svik sem áttu sér stað á Alþingi Íslendinga þegar breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru samþykkt á Alþingi í desember 2016 í óþökk BHM, BSRB og KÍ sem og fjölda stéttarfélaga utan bandalaga. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. Þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór á Hilton Nordica í síðustu viku.

KÍ krefst þess að lögunum verði breytt í fyrra horf, þannig að áunnin lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í A-deild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna (LSR) og Lífeyrissjóði sveitarfélaga (LSS) séu að fullu tryggð. 

Ályktun þings KÍ. 
 

Tengt efni