is / en / dk

17. Apríl 2018

Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við baráttu opinberra starfsmanna í Danmörku um hærri laun. Tíminn er að renna út en samningsaðilar hafa til miðnættis í kvöld að ná samningum. Náist ekki samkomulag skellur á verkfall og verkbann sem til nær mörg hundruð þúsund starfsmanna í landinu.

Stuðningsyfirlýsingin var send í nafni 7. Þings Kennarasambandsins sem fram fór í síðustu viku. Hún hljóðar svo á íslensku: 

Sjöunda þing Kennarasambands Íslands haldið 10. - 13. apríl 2018 lýsir yfir stuðningi við baráttu opinberra starfsmanna í Danmörku við gerð kjarasamninga um laun, matartíma og vinnutíma kennara.

Danska útgáfan: 

RESOLUTION OM STØTTE TIL DE OFFENTLIGT ANSATTES OVERENSKOMSTKAMP I DANMARK
Islands Lærerforbunds syvende kongres den 10.–13. april 2018 erklærer sin støtte til de offentligt ansattes kamp i Danmark for indgåelse af overenskomster om lærernes løn, frokostpauser og arbejdstid.
 

Tengt efni