is / en / dk

13. Apríl 2018

Fjögurra daga þingi Kennarasambands Íslands lauk síðdegis í dag. Þingfulltrúar, sem voru úr öllum aðildarfélögum Kennarasambandsins, voru 250 talsins og var þingið það sjöunda frá stofnun KÍ. Undir lok þings var lýst kjöri nýs formanns og varaformanns KÍ, þeirra Ragnars Þórs Péturssonar og Önnu Maríu Gunnarsdóttur. 

Kennarasambandið heldur þing fjórða hvert ár og er þingið æðsta vald í málefnum kennarasamtakanna. Á þinginu er mörkuð stefna í öllum málaflokkum sem unnið er að innan KÍ. Tíu nefndir unnu að stefnumörkun til næstu fjögurra ára; allsherjarnefnd, launa- og kjaramálanefnd, fjárhagsnefnd, orlofs- og ferðanefnd, útgáfunefnd, laganefnd, skólamálanefnd, fræðslu- og félagsmálanefnd, vinnuumhverfisnefnd og jafnréttisnefnd. 

Þá voru fjölmargar ályktanir samþykktar um skóla- og menntamál á þinginu. 

Hér er hægt að kynna sér samþykktir og ályktanir 7. Þings Kennarasambands Íslands. 

 

Tengt efni