is / en / dk

13. Apríl 2018

Ragnar Þór Pétursson hefur tekið formennsku í KÍ og Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari hefur tekið við embætti varaformanns KÍ. Björk Helle Larsen, formaður kjörstjórnar KÍ, lýsti kjöri Ragnars Þórs og Önnu Maríu á 7. Þingi Kennarasambands Íslands en þinginu lauk í dag. Ragnar Þór var kosinn formaður í byrjun nóvember á síðasta ári og Anna María var kosin í embætti varaformanns í desember síðastliðnum. Kjörtímabil formanns og varaformanns er fjögur ár. 

Ragnar Þór er grunnskólakennari og hefur síðustu árin starfað í Norðlingaskóla. Anna María hefur kennt íslensku í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Anna María hefur einnig starfað innan vébanda Kennarasambandsins, hún hefur verið formaður skólamálanefndar KÍ síðustu tíu árin. Þá hefur hún starfað sem sérfræðingur Félags framhaldsskólakennara meðfram kennslu um árabil. 

Fráfarandi formaður er Þórður Árni Hjaltested og fráfarandi varaformaður er Aðalheiður Steingrímsdóttir. Þeim voru þökkuð góð störf í þágu Kennarasambandsins á þinginu sem lauk í dag. Kennarasambandið óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

Tengt efni