is / en / dk

10. Apríl 2018

Dr. Jón Torfi Jónasson hélt erindi á þingi KÍ undir yfirskriftinni Fagmennska og frumkvæði kennara. Hann lagði í máli sínu áherslu á að oftar ætti að draga fram það sem vel er gert, ekki megi gleymast allt hið góða sem er í kerfinu. Hann kom inn á það að oftar ætti að fara fram umræða um menntun og þar skiptir öllu máli hvert stefnan skal tekin. Það að ræða menntun og skilgreina er ekki auðvelt og oft er þægilegasta leiðin að sleppa umræðunni. Menntun snýst um að rækta manneskjuna í sjálfum sér og rækta vilja fólks til að takast á við áskoranir.

Jóni Torfa var tíðrætt um fagfélagið en fyrir utan það verkefni að sinna kjarabaráttu þarf að virkja akurinn, mannauð og þær hugsjónir sem búa í fólkinu. Í skólunum er að finna mikla grósku sem þarf að virkja en oft er frumkvæði tekið af fólki. Hann telur að KÍ sé í einstökum aðstæðum til að virkja faglegan kraft en gríðarlegur mannauður er í stéttinni eða um 10.000 manns.

Í lokin ítrekaði Jón Torfi þá skoðun sína að umræðan um menntun eigi að snúast um menntun en það gerir hún sjaldnast. Því þarf að breyta.

 

Tengt efni