is / en / dk

05. Apríl 2018

Félag stjórnenda leikskóla lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á leikskólakennurum og ekki síst í ljósi hugmynd um að fjölga leikskólarýmum um mörg hundruð með stofnun ungbarnadeilda í Reykjavík. Stjórn FSL samþykkti ályktun um málið á stjórnarfundi fyrr í dag. 

Ályktunin hljóðar svo: 

„Félag stjórnenda leikskóla fagnar þeirri framtíðarsýn sem kemur fram í kynningu og lokaskýrslu starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi í leikskólum Reykjavíkurborgar.

Félagið lýsir um leið yfir áhyggjum sínum og bendir á viðvarandi starfsmannavanda og skort á leikskólakennurum sem er nú þegar fyrir hendi. Allt bendir til þess að ekki muni draga úr þessum vanda á komandi hausti miðað við óbreytt ástand. Á sama tíma stendur til að opna ungbarnadeildar og fjölga leikskólarýmum um 700 – 800 í Reykjavík en það kallar á fleira starfsfólk og mun auka enn á þann vanda sem fyrir er. 

Félag stjórnenda leikskóla bendir á raunhæfar lausnir sem eru að hækka laun, fækka börnum í hópum og bæta starfsumhverfi.“

 

 

Tengt efni