is / en / dk

12. Mars 2018

Kjörstjórn Félags stjórnenda leikskóla kom saman í Kennarahúsinu klukkan 14 í dag en þá lauk rafrænni atkvæðagreiðslu um hverjir taka sæti í stjórn FSL á næsta kjörtímabili. 

Á kjörskrá voru 453 og greiddu 272 atkvæði eða 60%. 

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

Hulda Jóhannsdóttir 164 atkvæði 1. sæti
Jónína Hauksdóttir 155 atkvæði 2. sæti
Sigrún Hulda Jónsdóttir 144 atkvæði 3. sæti
Halldóra Guðmundsdóttir 142 atkvæði 4. sæti
Gyða Guðmundsdóttir 117 atkvæði 1. varamaður
Vigdís Guðmundsdóttir 110 atkvæði 2. varamaður
Lena Sólborg Valgarðsdóttir 92 atkvæði 3. varamaður
Auðir seðlar  4  

 

Guðný Anna Þóreyjardóttir og Hildur Arnar Kristjánsdóttir náðu ekki kjöri. 

Kjörtímabilið er fjögur ár, hefst á aðalfundi FSL í maí næstkomandi og stendur til aðalfundar árið 2022.

Kosið verður í önnur trúnaðarstörf innan FSL á aðalfundi félagsins á vordögum; svo sem samninganefnd, skólamálanefnd, framboðsnefnd, kjörstjórn, fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs og skoðunarmenn reikninga. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í þessi embætti eru beðnir að senda tilkynningu þess efnis á netfangið frambodsnefndfsl@ki.is. Í tilkynningu skal koma fram nafn, kennitala, starfsheiti, vinnustaður og mynd af viðkomandi.

 

Tengt efni