is / en / dk

09. Mars 2018

Guðríður Arnardóttir bar sig úr býtum í formannskjöri Félags framhaldsskólakennara (FF) en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 14:00 í dag. Guðríður gaf kost á sér til endurkjörs en hún hefur gegnt embætti formanns síðastliðin fjögur ár. Auk hennar var Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands, í framboði til formanns.

Atkvæði féllu þannig:

  • Guðríður Arnardóttir hlaut 610 atkvæði, eða 60,5%
  • Guðmundur Björgvin Gylfason hlaut 350 atkvæði eða 34,7%
  • Auðir seðlar voru 48, eða 4,8%

Á kjörskrá voru 1.749 og greiddu 1.008 atkvæði eða 57,6%. 

Guðríður Arnardóttir er því rétt kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara næsta kjörtímabil, 2018-2022. 
 

ÚRSLIT Í KJÖRI TIL STJÓRNAR FF

Samhliða kosningu formanns fór fram kjör til stjórnar Félags framhaldsskólakennara.

Sjö voru í framboði og féllu atkvæði þannig: 

Guðjón Hreinn Hauksson 554 atkvæði 1. sæti
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir 550 atkvæði 2. sæti
Helga Jóhanna Baldursdóttir 548 atkvæði 3. sæti
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir 493 atkvæði 4. sæti
Baldvin Björgvinsson 444 atkvæði 1. varamaður
Óli Njáll Ingólfsson 363 atkvæði 2. varamaður
Simon Cramer Larsen 360 atkvæði 3. varamaður

 

Auðir seðlar í kjöri til stjórnar voru 66 talsins. Á kjörskrá voru 1.749 og þar af greiddu 894 atkvæði, eða 51,1%. 

 

Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 12 mánudaginn 5. mars og lauk klukkan 14 í dag, föstudaginn 9. mars.

Ný stjórn tekur formlega við á aðalfundi FF í apríl.

 

Tengt efni