is / en / dk

09. Mars 2018

Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara harma framkvæmd samræmdra könnunarprófa í ensku og íslensku sem lögð voru fyrir nemendur 9. bekkjar í öllum grunnskólum landsins í þessari viku.

Félögin tvö hafa sent frá sér ályktun vegna málsins og hljóðar hún svo: 

„Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara harma hvernig til hefur tekist við framkvæmd samræmdra könnunarprófa í íslensku og ensku í 9. bekk grunnskólans í vikunni. 

Það er afar brýnt, að mati félaganna, að á fundi, sem ráðherra menntamála hefur boðað með hagsmunaaðilum í næstu viku, verði ekki einvörðungu tekin ákvörðun um aðgerðir í framhaldi af því að fyrirlögn prófa í ofangreindum námsgreinum misfórst heldur verði einnig hafin strax vinna við að móta afstöðu til lengri tíma. 

Nauðsynlegt er að setja í skýran farveg og ákvörðunarferli hvort samræmdum könnunarprófum verði haldið áfram með óbreyttum hætti eða hvort kominn sér tími til að endurskoða og/eða fella úr gildi reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa nr.173/2017.

9. mars 2018,

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara,
og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.“

  

 

Tengt efni