is / en / dk

09. Mars 2018

Alls höfðu 52 prósent tekið þátt í formannskjöri Félags framhaldsskólakennara klukkan tíu í morgun. Þátttaka í stjórnarkjöri félagsins var 46% á sama tíma. Atkvæðagreiðslan stendur til klukkan 14:00 í dag, föstudaginn 9. mars. 

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á vef KÍ. Þegar félagar í FF eru komnir inn á Mínar síður sjást tvennar kosningar. 

Frambjóðendur til formanns eru Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Kynningarsíða formannskandidata. 

Sjö eru í framboði til stjórnar FF: Baldvin Björgvinsson (FB), Guðjón H. Hauksson (MA), Hanna Björg Vilhjálmsdóttir (BHS), Helga Jóhanna Baldursdóttir (TS), Óli Njáll Ingólfsson (VÍ), Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir (MS), Simon Cramer Larsen (FS). Kynningarsíða framjóðenda til stjórnar.  

Athygli skal vakin á því að samkvæmt starfsreglum kjörstjórnar er einungis er hægt að kjósa 4 í stjórn félagsins, hvorki fleiri né færri. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru veittar á skrifstofu KÍ en starfsmaður kjörstjórnar er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, netfang: fjola@ki.is sími: 595 1111.

Kjörstjórn Félags framhaldsskólakennara; Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, Halldís Ármannsdóttir og Kristján Kristjánsson. 
 

Tengt efni