is / en / dk

26. Janúar 2018

Þar sem ekki bárust nógu mörg framboð í kjörnefnd, samninganefnd og skólamálanefnd hefur kjörnefnd FG ákveðið að framlengja framboðsfrest í þessar þrjár nefndir til miðnættis mánudaginn 29. janúar 2018.
Að lágmarki vantar þrjá í samninganefnd, fimm í skólamálanefnd og tvo í kjörnefnd.

Framboðslistar verða ekki birtir fyrr en að framlengdum framboðsfresti liðnum.

Frambjóðendur eru beðnir að senda tölvupóst á kjornefndfg@ki.is Í póstinum þurfa eftirfarandi upplýsingar fram: 

  • Nafn
  • Kennitala
  • Starfsheiti
  • Vinnustaður
  • Mynd í viðhengi

Lög FG og hlutverk stjórnar og nefnda er hægt að kynna sér hér.

Tengt efni