is / en / dk

17. Janúar 2018

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags grunnskólakennara hófst klukkan 9:00 í morgun. Atkvæðagreiðslan stendur til klukkan 14:00 mánudaginn 22. janúar næstkomandi. 

Nýr formaður tekur við embætti á aðalfundi FG í maí. Fráfarandi formaður er Ólafur Loftsson. 

Fimm gefa kost á sér í embætti formanns FG:

  • Hjördís Albertsdóttir
  • Kjartan Ólafsson
  • Kristján Arnar Ingason
  • Rósa Ingvarsdóttir
  • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Hér er hægt að kynna sér frambjóðendur. Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn Félags grunnskólakennara samkvæmt félagatali KÍ.

Um atkvæðagreiðsluna
Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni. Þegar komið er inn á Mínar síður sést kosningin. Smellt er á Atkvæðagreiðsla um formann FG og þá birtist atkvæðaseðillinn.

Merkt er við þann frambjóðanda sem félagsmaður vill kjósa sem formann FG.

Að lokum er smellt á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið.
Ef félagsmaður vill fresta því að greiða atkvæði er smellt á: Hætta við kosningu.

Nánari upplýsingar gefur Fjóla Gunnarsdóttir, fjola@ki.is
 

Tengt efni