is / en / dk

11. Janúar 2018

Tveir bjóða sig fram til formanns Félags framhaldsskólakennara. Frestur til að bjóða sig fram til formanns og í stjórn FF rann út á miðnætti í gær. Formanns- og stjórnarkjör fer fram dagana 5. til 9. mars næstkomandi. Átta bjóða sig fram í stjórn FF. 

Í bréfi frá uppstillingarnefnd FF kemur fram að þau Guðríður Arnardóttir, núverandi formaður FF, og Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, bjóða sig fram til formennsku í félaginu. 

Frambjóðendur til stjórnar FF eru þessir: 

  • Baldvin Björgvinsson, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
  • Guðjón H. Hauksson, Menntaskólanum á Akureyri
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Borgarholtsskóla
  • Helga Jóhanna Baldursdóttir, Tækniskólanum
  • Óli Njáll Ingólfsson, Verzlunarskóla Íslands
  • Rannveig Klara Matthíasdóttir, Flensborgarskólanum
  • Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Menntaskólanum við Sund
  • Simon Cramer Larsen, Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Þeir fjórir frambjóðendur sem hljóta flest atkvæði taka sæti í stjórn félagsins. Næstu þrír verða varamenn í stjórn. 

Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara hefst mánudaginn 5. mars (klukkan 12) og henni lýkur föstudaginn 9. mars 2018 (klukkan 14). Kjöri stjórnar verður lýst í kjölfarið. Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara fer fram 26. til 27. apríl 2018. Kjörtímabil nýrrar stjórnar er frá aðalfundi 2018 til aðalfundar 2022. 

Uppstillingarnefnd FF skipa Guðjón Ragnar Jónasson, formaður, Anna Sigríður Davíðsdóttir og Halldóra Sigríður Sigurðardóttir. Varamaður er Baldvin Björgvinsson. 

 

Tengt efni