is / en / dk

04. Janúar 2018

Samkvæmt lögum FL er hér með auglýst eftir framboðum og/eða tilnefningum til eftirfarandi trúnaðarstarfa fyrir Félag leikskólakennara fyrir næsta kjörtímabil 2018 –2022. Á heimasíðu er hægt að lesa sér til um hlutverk stjórnar og nefnda og greiðslufyrirkomulag vegna fundarsetu o.fl.

Um er að ræða eftirfarandi trúnaðarstörf:

 • Formaður – kosinn sérstaklega
 • 8 fulltrúa í stjórn (4 aðal og 4 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni
 • 10 fulltrúa í samninganefnd (5 aðal og 5 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni
 • 8 fulltrúa í skólamálanefnd (4 aðal og 4 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni
 • 6 fulltrúa í framboðsnefnd (3 aðal og 3 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni
 • 3 fulltrúa í kjörstjórn og 3 varamenn

Kjósa skal formann og stjórn FL í allsherjaratkvæðagreiðslu eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund sem haldinn verður 14. og 15. maí 2018. Í önnur trúnaðarstörf er kosið á fundinum.

Allir frambjóðendur (líka þeir sem eru í trúnaðarstörfum núna og hyggjast gefa kost á sér aftur) skulu senda tölvupóst á frambodsnefndfl@ki.is. Í póstinum skal koma fram:

 • nafn
 • kennitala 
 • starfsheiti
 • vinnustaður
 • mynd í viðhengi


Framboðum og tilnefningum skal skila fyrir 22. janúar 2018.


Framboðsnefnd Félags leikskólakennara skipa: 

 

Tengt efni