is / en / dk

29. Desember 2017

Fimm eru í framboði til formanns Félags grunnskólakennara. Frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær, 28. desember 2017. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann FG fer fram dagana 17. til 22. janúar næstkomandi. Aðalfundur FG fer fram í Borgarnesi 17. og 18. maí 2018 og tekur ný stjórn félagsins þá formlega við. 

Framjóðendur eru í stafrófsröð: 

  • Hjördís Albertsdóttir, umsjónarkennari í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.
  • Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla í Reykjavík.
  • Kristján Arnar Ingason, umsjónarkennari við Fellaskóla.
  • Rósa Ingvarsdóttir, stærðfræðikennari í Rimaskóla.
  • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari í Árbæjarskóla.

Framjóðendurnir munu kynna sig og áherslur sínar á næstunni og verður kynningarefni meðal annars birt hér á vef á KÍ. 

Um fyrirkomulag og kjör í önnur trúnaðarstörf FG. 

Tengt efni