is / en / dk

19. Desember 2017

Haraldur F. Gíslason formaður, fyrir hönd Félags leikskólakennara, sendi í morgun stuðningsyfirlýsingu og baráttukveðjur til færeyskra leikskólakennara sem nú eru í verkfalli. Félagar í Føroya Pedagogfelag lögðu niður störf í gærmorgun. Félagið krefst betri launakjara fyrir sína félagsmenn. 

Í yfirlýsingunni, sem er á færeysku og íslensku, segir: „Laun og starfsaðstæður leikskólakennara eiga að vera sambærileg og samkeppnisfær við aðra sérfræðinga. Það eru engin málefnaleg rök fyrir því að aldur nemenda eigi að ráða launasetningunni. Það er fráleitt árið 2017 að leikskólakennarar hafi lægri laun en kennarar á öðrum skólastigum. “ Þá er bent á að leikskólastigið sé 1. skólastigið og réttur barna sé til þess að fá gæðamenntun fagmenntaðra leikskólakennara. 

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur einnig sent færeyskum leikskólakennurum baráttukveðjur. 

Føroya Pedagogfelag var stofnað 1. júní 1982. Formaður er Jógvan Philbrow. 

 

 

Tengt efni